Tói Vídó

Börn og kórónaveiran

26.03.2020 kl 15:05

Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af því að smitast af covid-19 eða að börn þeirra smitist. Í því ástandi sem við erum í núna er eðilegt að vera örlítið óttasleginn, óvissan dugar meira að segja yfirleitt til. Við verðum samt að nota skynsemina og líta til mikilvægra staðreynda. Útbreiðsla á smiti hjá börnum er lítil, það segja tölur á Íslandi og líka tölur á Norðurlöndunum. Afar sjaldgæft er að börn undir 10 ára aldri greinist með sjúkdóminn og benda rannsóknir veirufræðideildar til þess að útbreiðslan sé um 2% miðað við rannsökuð sýni. Það er í fullu samræmi við það sem kemur fram á covid.is yfir smit í aldursflokkum. Í öðrum aldurshópum er útbreiðsla allt upp í 25%. Þá er líka mikilvægt að líta til þess að börn verða ekki mikið lasin og fá væg einkenni smitist þau af veirunni.

Það er erfitt fyrir börn að vera tekin úr sínu reglubundna lífi sem byggir á því að mæta í skólann, fara í íþróttir, heimsækja ömmu og afa og leika við vinina. Við verðum að hjálpa þeim með þetta og eins og staðan er í Vestmannaeyjum núna er það eina sem þau geta gert af framantöldu er að leika við vinina. Börn mega leika við vini sína. Þau mega auðvitað ekki leika við börn sem eru í sóttkví eða fara inn á heimili þar sem einhver er í sóttkví. Þá þarf að fara að reglum um samkomubann hvað varðar fjölda leikfélaga þannig að hópurinn sé aldrei fjölmennari en 10. Skynsamlegt er einnig að takmarka þann fjölda barna sem barnið leikur við á meðan þetta ástand varir. Ef barn er í bekk með 10 börnum er skynsamlegt að það séu börnin sem barnið leiki við en ekki aðrir. Þetta eru undarlegir tímar sem hafa eflaust meiri áhrif á börn en við gerum okkur grein fyrir. Þess vegna verðum við að leyfa þeim að finna að skólinn er enn í gangi þó allir læri heima, íþróttaæfingarnar eru líka stundaðar heima og vinirnir eru þarna ennþá. Þetta ástand mun líða hjá og þá verður allt eðlilegt á ný.

Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Tekið af facebooksíðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum / forsíðumynd Tói Vídó

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search