02.11.2020
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem felur í sér að börn fædd 2011 eða síðar þurfa ekki að bera grímu.
Breytingin er gerð í samráði við sóttvarnalækni.
Með reglugerðarbreytingunni er jafnframt kveðið á um að spilakassar eigi að vera lokaðir líkt og spilasalir og er það í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra frá 29. október.