Fimmtudagur 26. janúar 2023

„Borgað þegar hent er“

Gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar árið 2023
Á fundi bæjarráðs sem haldinn var þann 14. desember sl.samþykkti bæjarráð gjaldskrá vegna álagningar fasteignaskatts, lóðaleigu, holræsagjalds, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjöld fyrir árið 2023.

Alþingi samþykkti nýlega lög um breytingar á nokkrum lögum er varða úrgangsmál, sorpeyðingu o.fl., til innleiðingar á svokölluðu hringrásarhagkerfi. Með því þurfa sveitarfélög að innleiða breytt kerfi um urðun úrgangs og sorpeyðingu. Meðal atriða er að sorpeyðing standi undir sér fjárhagslega og að fyrirtæki og einstaklingar greiði fyrir það magn sorps sem se, losað er. Í lögunum er gert ráð fyrir ákveðnum innleiðingartíma, m.a. að sorphirðu og sorpeyðingargjöld standi undir 50% af kostnaðinum á fyrsta árinu og svo 25% á árinu eftir. Álagning sorpeyðingar og sorphirðu í gjaldskrá Vestmannaeyja við álagningu fasteignagjalda (fasteignaskatts, sorpeyðingar, sorphirðu, holræsisgjalda og lóðaleigusamninga) fyrir árið 2023, verði með þeim hætti sem bæjarráð samþykkti í janúar sl., en starfsfólki Vestmannaeyjabæjar verði falið að útfæra kerfi sorpeyðingargjalda og sorphirðu á þessu ári og lokið verði álagningu síðar á árinu til að fjármagna þau gjöld sem eftir standa til að mæta ákvæðum laga um hringrásarhagkerfið.

Bæjarráð leggur til að 50% af álagningu sorpeyðingar- og sorphirðugjalds skv. lögum verði innheimt með fasteignagjöldum nú í byrjun árs í gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar eins og hún var samþykkt þann 14. desember sl. Þegar nýtt kerfi hefur að fullu verið innleitt verður það sem eftir stendur af gjaldinu innheimt eftir nýju kerfi sem kallast „borgað þegar hent er“, sem innleitt verður og kynnt nánar í sumar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is