Vert er að rekja uppruna bolludagsins við þetta tilefni.
Bolludagur er mánudagurinn í föstuinngangi, 7 vikum fyrir páska. Flengingar og bolluát berst líklega til Íslands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust hér að. Heitið Bolludagur er ekki þekkt fyrr en eftir aldamót og mun orðið til hérlendis.
Það er einnig rík hefð fyrir því að föndraðir séu bolluvendir, oftast úr litríkum pappírsræmum sem límdar eru á prik. Börn flengja svo foreldra sína með eða forráðamenn með vendinum og hrópa: „Bolla! Bolla! Bolla!“. Sá siður að vekja menn með flengingum á bolludaginn er talinn hafa borist til Danmerkur frá mótmælendasvæðunum í norðanverðu Þýskalandi og síðan til Íslands með dönskum kaupmönnum á 19. öld. Sá sem er flengdur getur losnað undan þjáningunum með því að gefa bollu í staðinn, og fyrir hvert högg átti barnið að fá eina bollu.