Þriðjudagur 25. júní 2024

Bók slippsins verður gefin út um allan heim í október

Gísli Matthías Auðunsson yfirmatreiðslumeistar Slippsins var að gefa út sína fyrsstu bók, en hann rekur Slippinn ásamt fjölskyldu sinni Katrínu Gísladóttur,  Auðunni Arnari Stefnissyni og Indíönu Auðunsdóttur. 

Tígull heyrði í Gísla í tilefni útgáfunnar.

Það gerir mig svo svakalega stoltan að kynna bókina mína “SLIPPURINN: Recipes and Stories from Iceland” mun vera gefin út af Phaidon í Október 2021 út um allan heim, segir Gísli

Það eru svo margir sem ég vil koma þakklæti til en þá sérstaklega til fjölskyldunnar minnar. Systir mín Indíana, mamma og pabbi sem hafa rekið Slippinn með mér öll þessi ár og Hafdís sem hefur alltaf verið endalaus hvatning. Þessi bók hefði ekki orðið eins góð ef það væri ekki fyrir frábært teymi á veitingastaðnum auk Nicholas Gill sem skrifaði bókina með mér og þeir Karl Petersson, Gunnar Freyr Gunnnarsson mynduðu bókina og einnig eldri myndir frá Sigurgeiri Jónassyni segir Gísli að lokum. 

Hægt verður að forpanta bókina á phaidon.com en hún verður einnig í sölu á Slippnum. Bókin segir frá sögu og hugmyndafræði Slippsins og verða yfir 100 uppskriftir í henni, bæði matur og drykkir. Einnig er mikið talað um flest allt hráefni sem hægt er að fá í Vestmannaeyjum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search