05.10.2020
Bognefur, sjaldséður fugl á Íslandi sást síðast 1998 og þar áður 1842
Bognefur, sjaldséður fugl
Bognefurinn er ekkert æstur í að láta kjassast í sér en er heldur ekki að bíta frá sér segja peyjarnir um borð en hann hefur komið sér vel fyrir um borð. Þeir eru nú á leið í land á Djúpavogi og þar verður honum keyrt til Reykjavíkur. Anton er búinn að hafa samband við Húsdýragarðinn og ætla þeir að taka vel á móti honum þar. Ekki er vitað um hvort kynið er að ræða en þau eru eins að öllu leyti, rauðbrún með langt bogið nef og dökkbrún á vængjum.
Bognefur telst til storkættbálksins ciconiiformes en í honum auk bognefsins eru storkar og hegrar. Fuglar þessir eru fremur stórvaxnir og háfættir. Þrátt fyrir háa fætur eru þeir ekki fráir á fæti, ganga hægt um og geta staðið tímunum saman án þess að hreyfa legg eða lið, eins og segir í riti Landverndar um fugla. Fæða þeirra er nær eingöngu úr dýraríkinu og fljúga þeir með hægum en öruggum vængjatökum.
