Það var sjaldséður fugl sem ákvað að hvíla sig um borð í Bylgju VE þegar þeir voru við veiðar á austarlega á Breiðdalsgrunni þann 02.október síðast liðin.  Eins og sést á myndbandinu þá tók það nokkrar tilraunir að fanga Bognefinn, en á endanum björguðu skipverjar fuglinum og vélstjórinn Anton Traustason tók hann svo að sér, baðaði hann og gaf að borða, hann tekur vel við lifur og átu.