Þriðjudagur 5. desember 2023

„Blönduð áhöfn“ á Ísleifi eltir kolmunna

13.05.2020

„Við verðum væntanlega komnir á miðin suður af Færeyjum seint í nótt og byrjum að nudda í morgunsárið. Himnaríkisblíða var í fyrstu tveimur ferðunum en einhver breyting verður á því núna,“ sagði Magnús Jónasson skipstjóri, Maggi á Ísleifi VE, seint í gærkvöldi.

Skipið var þá komið langleiðina á kolmunnamiðin við Færeyjar í þriðja túrnum á vertíðinni. Kemur þetta fram á vef Vinnslustöðvarinnar.

Ísleifur kom með fullfermi heim úr fyrri veiðiferðum. Maggi var skipstjóri í þeirri fyrstu og er það í líka nú í þeirri þriðju en Jón Atli Gunnarsson var skipstjóri í ferð númer tvö. Sá síðarnefndi er annars skipstjóri á Kap VE.

Kap er í slipp á Akureyri og er þessa stundina bundinn skrúfulaus við bryggju. Þess vegna koma bæði áhafnir Ísleifs og Kap við sögu veiðanna á Ísleifi til að allir njóti góðs af kolmunnaveiðunum.

„Það er auðvitað áhættubissness að blanda saman strákunum af Ísleifi og Kap og við þurfum að hafa þá í hólfum til öryggis … nei, nei. Ég er bara að skálda!“ sagði Maggi og hló dátt.

„Þetta gengur fínt, í miklu bróðerni. Milli áhafnanna er bara passlegur rígur. Ég held að mannskapnum finnist svona samsett áhöfn einfaldlega góð tilbreyting, gaman að kynnast innbyrðis og vinna saman.

Við vorum allir COVID-prófaðir fyrir brottför frá Eyjum og fylgjum öllum sóttvarnareglum af skynsemi hér eftir sem hingað til. Við höfum blessunarlega verið lausir við veiruna, sjö-níu-þrettán-bank í tré.

Svo förum við að nudda þegar komið er á miðin.

Þegar þessum túr lýkur verður stopp hjá Ísleifi og skipið fer í upptekt á vélinni. Kap tekur þá við keflinu en svo er að sjá hvað fiskeríið heldur.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is