Hráefni:
blómkálshöfuð
1/2 msk ólífuolía
3 hvítlauksgeirar
1dl hrís- eða möndlumjólk
1/2 dl næringarger
1msk ferskur sítrónusafi
1/2 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
1-2 msk smjör
smá sjávarsalt
smá pipar
250g pasta
brokkolíhöfuð
rautt chil
nokkrir sólþurrkaðir tómatar
steinselja
Aðferð:
Setjið blómkálið í pott og látið vatnið ná alveg yfir. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 5-7 mín. eftir að suðan er komin upp eða þangað til að blómkálið er orðið mjúkt. Setjið olíu á pönnu og mýkið hvítlaukinn. Skerið brokkolíið og sólþurrkuðu tómatana í bita og saxið chili. Sjóðið vatn og hellið yfir brokkolíið til að mýkja það aðeins.
Blómkálið, hvítlaukurinn ásamt olíunni af pönnunni, mjólkina, næringargerið, sítrónusafann, laukduftið, hvítlauksduftið, smjörið, saltið og piparinn sett í blandarann og blandið þar til það verður að sósu. Hér má setja smjörið út í. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum. Setjið pastað aftur í pottinn ásamt grænmetinu og hellið svo sósunni yfir allt. Hitið aðeins og smakkið til. Stráið steinseljunni yfir í lokin.
Uppskrift fengin frá ljomandi.is