Bleikur október – bleika slaufan – bleiki dagurinn

Bleika slauf­an ár­vekni- og fjár­öfl­un­ar­átak Krabba­meins­fé­lags Íslands hefst í dag, fimmtu­dagAll­ur ágóði Bleiku slauf­unn­ar í ár renn­ur til krabba­meins­rann­sókna.

Hægt er að kaupa bleiku slaufuna í Eyjum á eftirfarandi stöðum:

PenninnBárustíg 2
HúsasmiðjanGræðisbraut 1
ApótekarinnVesturvegi 5

Bleika slauf­an í ár er líkt og í fyrra ekki næla held­ur háls­men. Hönnuður slauf­unn­ar er Guðbjörg Ingvars­dótt­ir, skart­gripa­hönnuður í Aur­um.

„Lögð er áhersla á að krabba­meins­rann­sókn­ir séu for­senda fram­fara. Sá mikli ár­ang­ur sem sann­ar­lega hef­ur náðst er ekki síst þeim að þakka. Dán­artíðni kvenna af völd­um krabba­meina hef­ur lækkað um 35% á síðustu 50 árum og lífs­lík­ur kvenna hafa nær tvö­fald­ast.

Fé­lagið vill stuðla að aukn­um fram­förum í bar­átt­unni gegn krabba­mein­um með öfl­ugu vís­inda­starfi, fræðslu og for­vörn­um, ráðgjöf og stuðningi. Fækka þeim sem fá krabba­mein, fjölga þeim sem lifa og bæta lífs­gæði þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

„Á hverju ári grein­ast 800 kon­ur með krabba­mein og við miss­um 300 kon­ur úr sjúk­dóm­un­um. Því miður eru þetta allt of marg­ar kon­ur. Lífs­lík­ur kvenna hafa þó tvö­fald­ast á síðustu 50 árum. Það er mjög stór sig­ur. Þessi góði ár­ang­ur hef­ur fyrst og fremst náðst vegna rann­sókna sem knýja þess­ar fram­far­ir fram. Í ár söfn­um við því sér­stak­lega fyr­ir krabba­meins­rann­sókn­um,“ seg­ir Halla Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lags­ins í frétta­til­kynn­ingu.

 

Bleiki dagurinn 2020

Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

 

Taktu föstudaginn 16. október frá!

Föstudagurinn 16. október 2020 er Bleiki dagurinn. Hvernig væri nú að skipuleggja bleikt kaffiboð í vinnunni eða heima fyrir? Einnig er tilvalið að klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins.

Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Við fengum við þessa mynd á bleika deginum í fyrra – Hér má sjá glæsilegt starfsfólk Eyjablikk í vinnufötum dagsins þann 11.10.19:

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is