Bleikur leikur í Eyjum: ÍBV-Haukar Olísdeild kvenna í dag

Eins og venjulega er nóg um að vera hjá okkar fólki um helgina. Það eru leikir bæði hérna í Eyjum sem og á höfuðborgarsvæðinu.

Í dag 19.október kl. 16:00 verður sannkallaður bleikur leikur í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Þá mætast ÍBV og Haukar í Olísdeild kvenna og má búast við rosalegum leik. Eins og flestir vita er um þessar mundir bleikur október og því fannst okkur tilvalið að hafa bleikan leik af því tilefni.

Leikmenn ÍBV munu spila í bleikum sokkum, fulltrúar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum munu vera með sölubás fyrir leik og í hálfleik ásamt því að allur aðgangseyrir mun renna óskiptur til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.

Við hvetjum ALLA til að mæta í húsið, borga sig inn á leikinn og styrkja þannig gott málefni.

Áfram ÍBV og Krabbavörn í Vestmannaeyjum!

Hér fyrir neðan má svo sjá yfirlit yfir leiki helgarinnar. Mætum endilega og hvetjum okkar fólk áfram!

Í Vestmannaeyjum:
lau.19.okt 16:00 Olís kvenna Íþr.miðstöð ÍBV – Haukar

Á höfuðborgarsvæðinu:
lau.19.okt 14:00 3.fl.karla Kórinn ÍBV – KA
lau.19.okt 14:00 4.kvenna Framhús Fram – ÍBV
sun.20.okt 12:00 3.fl.karla Kórinn KA – ÍBV
sun.20.okt 14:00 Grill 66 kv Kórinn HK U – ÍBV U

Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is