Við hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér, vinahópum eða vinnufélögum á netfangið tigull@tigull.is
Á Bleika deginum hvetjum við vestmannaeyinga til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.
Hvernig væri að skipuleggja bleikt morgunkaffi í vinnunni eða heima fyrir?
Einnig er tilvalið að klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins.
Heimili og vinnustaðir hafa verið dugleg við að smella einhverju góðgæti í ofninn og skreyta í tilefni dagsins.
Einhverjar verslanir verða með tilboð á þessum degi.
Á forsíðmyndinni má sjá starfsfólk Eyjablikks frá bleika deginum 2019.