Bleikar borðtuskur fyrir Krabbbavörn

Hugmyndin er að prjóna og/eða hekla bleikar tuskur sem við getum svo selt á bleikum degi í október 2019.
Alltaf er not fyrir góðar og fallegar tuskur og ekki verra ef hægt er að styrkja gott málefni í leiðinni. Allur ágóði af sölunni mun renna beint í félagið okkar. En á ári hverju aðstoðar félagið um 25 einstaklinga í sínum veikindum.
Það er gott að hafa aðgang að svona félagi þegar veikindi eins og krabbamein steðja að og er það því nauðsynlegt fyrir félagið að eiga gott bakland sem aðstoða okkur í hinum ýmsum verkefnum. Bleikar tuskur er fjáröflun hjá félaginu sem við erum að hefja. Tuskurnar mega vera með allskonar mynstrum en það væri gaman að reyna að halda okkur að mestu við bleika litinn. Borðtuskuprjónasérfræðingarnir okkar vilja meina að Mandarin Petit garnið sé best í tuskugerð,  það er hægt að þvo það á 60° sem skiptir máli.

UPPSKRIFT: þetta munstur er 2 umferðir þar sem prjónuð er 1 slétt og 1 brugðin til skiptis og síðan 2 sléttar umferðir.

UPPSKRIFT: þetta munstur er 12 umferðir. Framhlið munstursins er slétt prjón en á bakhlið er munstrið sjálft síðan prjónað. Í umferðum 2 og 4 er munstrið 2 sléttar og 5 brugnar til skiptis en í umferðum 6, 8, 10 og 12 eru prjónaðar 2 brugnar og 5 slétta til skiptis út umferðina. Flott er að hafa garðaprjónskant til að ramma munstrið inn.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is