Bjórskóli á netinu slær í gegn

Tígull heyrði í Eyjapeyjanum Sveini Waage og vildi forvitnast um bjórskólann hans á netinu sem var mjög vinsæll í haust og verður nú framhaldið a.m.k. fram á vor.  “Já, þetta hefur gengið lyginni líkast.

Er búinn að vera viðrinn bjór nánast frá því að afi minn Svenni Tomm byrjaði sinn fyrsta dag í ríkinu á Strandveginum 1.mars 1989. En svo seinna þegar maður færði sig upp á Norðurey þá byrjaði þetta Bjórskóla- og námskeiðastand fyrir c.a. 15 árum síðan. Fyrst snérist þetta um að fá fólk sem gat stjórnað hópum sem gátu orðið mjög hressir. Maður þurfi að vera barþjónn, sögumaður og helst útkastari líka allt í einu. Ölgerðin bauð mér og seinna fleirum að taka þátt. Og hérna er maður enn, þó eiginlegur Bjórskóli Ölgerðarinnar sé nú í pásu eftir 11 ára keyrslu og freyðandi fjör”

 

En þetta netdæmi? Hvernig kom það til?  “Fyrst var ég spurður út í þetta af fyrirtækjum sem ég hef verið reglulega hjá í jóla-bjórasmakki í nóvember og desember. Ég var hikandi fyrst en svo tjaslaði ég saman ramma í kringum þatta sem virtist virka vel. Sögustund og fíflarí í byrjun, smökkun á bjór sem ég valdi með hverjum hóp og svo góð ráð,  spurningar og spjall. Og viðbrögðin maður minn lifandi. Ég var tárvotur í heilan mánuð.”

Hefur þú verið með Bjórskóla hér í Eyjum? “Já, kom tvisvar með námskeið hingað fyrir nokkrum árum og bæði skiptin fullt og súrrandi-húrrandi fjör á meðan og á eftir þegar kennarinn reyndi að ná nemendum sínum í lærdómnum,” segir Sveinn og hlær.  “En ég hef ekki verið með hóp frá Eyjum í netskólanum ennþá en það hafa leynst nokkrir Eyjamenn í hópunum í haust og komið undanfarin 3-4 ár á Sæta Svínið í 11 rétta Bjór og matarpörun. Það er alltaf skemmtilegt að fá Eyjamenn, við erum jú sjaldan að fela það að við séum frá Eyjum ekki satt?”

En hvað er að frétta af Laufey á Bakka? “Já, þú meinar dagvinnan? (Sveinn hlær) Allt gott að frétta þar. Síðasta ár búið að vera soldið erfitt, út af smá covid, en þessu miðar alltaf áfram. Tesla hefur undirritað samning við okkur og verða á Bakka og fleiri stöðum. Við eigum Bakka-landið og erum búnir að tryggja okkur 10 frábærar lóðir um allt land. Minn fókus er að klára Bakka, út af sottlu sko, og ég vona að fundur með jarðverktökum í næstu viku svari hvenær gröfurnar byrja. Ég hlakka mikið til”

Áhugasamir um bjórskóla og netinu og slíkt fjör geta farið inná  facebooksíðu Bjórkólans með því að smella HÉR!

Nóg að gera. Sveinn kenndi fjóra skóla á dag þegar mest lét fyrir jól

viðbrögðin hafa verið lyginni líkust

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search