25.04.2020
Björgunarsveitin var kölluð út síðdegis í dag til að aðstoða konu í sjálfheldu í norðanverðu Dalfjalli.
Að sögn Arnórs Arnórssonar, formanns Björgunarfélags Vestmannaeyja gekk vel að finna konuna. „Hún var föst í skriðu og mjög skynsamlegt hjá henni að kalla eftir aðstoð, enginn hætta var á verðum en konan treysti sér ekki lengra og hringdi þá í aðstoð, um 10 félagar tóku þátt í verkefninu.” segir Arnór í samtali við blaðamann Tíguls.
Forsíðumynd Bjarni Sigurðsson / Basi ljósmyndari