Björgun með lægsta boð í dýpkun Landeyjahafnar

Eins og svo oft áður voru samgöngumál fyrsta mál á dagskrá á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Greint var frá því að fyrirtækið Björgun bauð lægst í útboði á dýpkun í Landeyjahöfn. Auknar kröfur voru gerðar í þessu útboði um tæknilega getu og afköst við dýpkun. Björgun keypti nýlega nýtt skip, Álfsnes, til að standast kröfur útboðsins.

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. kom á fundinn og greindi frá stöðu og áætlunum Herjólfs, meðal annars farþegafjölda og rekstur félagsins fyrstu fimm mánuði ársins. Kom fram í máli hans að fjöldi farþega er áætlunum og nýting ferða afburðar góð. Það er því ljóst að mikil ferð er á sjö ferðum daglega.

Þá fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, yfir fund sem hún átti með Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, um framvindu útboðs á ríkisstyrktu flugi til Vestmannaeyja. Kom fram að Vegagerðin er að undirbúa útboðsgögn fyrir ríkisstyrkt flug, þ.m.t. þarfagreiningu. Íris sagði alla þá sem tóku þátt í fundinum skilja mikilvægi áætlunarflugs til og frá Vestmannaeyjum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search