Björg Þórðardóttir ráðin sér­fræðing­ur hjá Fiski­stofu | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Bjorg_tordardottir

Björg Þórðardóttir ráðin sér­fræðing­ur hjá Fiski­stofu

Björg Þórðardótt­ir hef­ur verið ráðin sér­fræðing­ur á veiðieft­ir­lits­sviði Fiski­stofu. Björg verður um­sjón­ar­maður og ráðgjafi um mál­efni sem snerta brota­mál sem upp kom­ast við veiðieft­ir­lit. „Mark­visst og fram­sækið fisk­veiðieft­ir­lit er mik­il­væg­ur þátt­ur í því meg­in­hlut­verki Fiski­stofu að gæta hags­muna þjóðar­inn­ar við sjálf­bæra nýt­ingu auðlinda hafs og vatna,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Fiski­stofu.

Hlut­verk Bjarg­ar verður einnig að fylgja eft­ir skil­um á afla­dag­bók­um og framþróun á nýju smá­for­riti fyr­ir ra­f­ræna afla­skrán­ingu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. Þá mun hún ann­ast grein­ingu og ýmis sér­verk­efni á sviði áhættumats. Starfs­stöð Bjarg­ar verður í Vest­manna­eyj­um.

Björg var áður yf­ir­gjald­keri hjá Íslands­banka í Vest­manna­eyj­um 2017-2019 og hef­ur lokið MLM-gráðu í for­ystu og stjórn­un frá Há­skól­an­um á Bif­röst (2018) og BSc í sjáv­ar­út­vegs­fræði frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri (2015).

Björg er fædd og upp­al­in í Vest­manna­eyj­um og er í sam­búð með Birni Björns­syni sjó­manni og eiga þau eitt barn.

Frétt tekin af mbl.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd
Heimasíða 1000 Andlit komin í loftið – Landinn fjallar um verkefnið í næsta þætti á Rúv
Mögnuð heimildarmynd um einu sönnu Eyjabítlana
Sunnudagskólinn kl 11:00
Kiwanesmenn gáfu krökkunum á Sóla hjálma

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X