Bjóðum upp á nýjungar í vetur

Anton Örn Eggertsson er einn eigandi Pítsagerðarinnar.  Anton er með mikla reynslu af matreiðslustörfum og komið víða við. Má þar sem dæmi nefna Nauthól, Gló, Tryggvaskála og sá hann um veitingadeild í Ilva Korputorgi. Árið 2017 flutti hann ásamt Hildi unnustu sinni til Spánar þar sem hann var ráðinn sem yfirkokkur á veitingastaðnum Bushwacka. “Vinnumenningin er öðruvísi Spáni og þar er unnið 6 -7 daga vikunnar.  Ég mætti snemma til að undirbúa daginn en gat farið heim í 2-3 klst eftir hádegi og tók svo við törn til 23:00”,  segir Anton.

Bjóðum upp á heimsendingarþjónustu

Til að byrja með verður opið frá miðvikudegi – sunnudags frá 17:30. Við munum bjóða Eyjafólki upp á heimsendingar áfram. Við fundum fyrir því í covid að fólk var ánægt með heimsendingarþjónustuna. Eins og staðan er núna er ekki grundvöllur fyrir því að hafa opið í hádeginu þar sem við höfum verið að bjóða upp á hlaðborð sem var mjög vinsælt  en vegna covid þá erum við ekki með það í gangi.

Verðum með nýjungar í vetur

Í vetur ætlum við að leika okkur aðeins og fara aðeins út fyrir kassann og bjóða upp  á alls konar nýjungar.

Leyfa heimafólki að smakka rétti sem er vanalega ekki í boði á íslandi.

Við ætlum að taka eitt land fyrir og búa til rétti líkt og þú myndir fá í því landi. Eins og t.d taco þá verður það eins og þú mundir fá það á götuhorni í Mexíkó.

Pastaréttir þar sem við gerum pastað frá grunni með góðu hveiti og eins og þú myndir fá Ítalíu.

Áherslan er lögð á að hafa eins nálægt upprunanum eins og hægt er.

Hvað gerir pítsu frá Pítsagerðinni einstaka?

“Við leggjum mikla áherslu á deigið okkar, einnig er mikið lagt í sósuna.

Deigið er sama undirstaðan frá upphafi en með litlum breytingum. Við notum sérinnflutt ítalskt hveiti og erum með ákveðna röð þegar við hnoðum deigið. Til að ná því besta út úr hráefninu. Þetta er ótrúlegt ferli en það getur verið svo mikill munur á svona tilfærslum. Nú höfum við unnið með þetta á þriðja ár og litlu breytingarnar eru að skila sér.

Deigið er kaldhefað áður en það er notað til að leyfa glúteninu að brjóta sig niður.

Leggjum áherslu á að kaupa inn gott hráefni sem skila sér í frábærri vöru ef það er meðhöndlað rétt.

Í rauninni er eldbakstur meiri vísindi en hefðbundinn pítsabakstur. Hitastig skiptir miklu máli, hitastigið á bæði deigi og ofni skiptir miklu máli og fer hitastig og þroskastigið á deiginu eftir hvernig við stillum ofnin bæði botnplötu og “dome” hitann.  Að vera með góðan ofn skipti líka töluverðu máli og ég myndi segja að hann væri með þeim bestu á heimsmælikvarða.

Sósan er eins einföld og við getum mögulega haft hana og fáum ítalska plómutómata frá ítalu sem ræktaðir eru við rætur eldfjalls á San Marzano”,

segir Anton sem hefur mikla ástíðu fyrir pítsubakstri. Enda fara flestar hans utanlandsferðir í lestur bæði um pítsabakstur og matreiðslu.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is