Bjóða Vestmannaeyingum að skoða Herjólfsbæ í næstu viku

Herjólfsbær

Elsku Vestmannaeyingar, nú er sýningin okkar, Líf í Herjólfsdal loksins tilbúin og erum við virkilega spennt að sýna ykkur hana.Nú er sumarið senn á enda og ferðamannastraumurinn fer hratt niður, því mun bærinn ekki opna í fullri mynd fyrr en næsta vor, þá stefnum við að hafa bæin opinn frá 10:00- 17:00 alla daga og verður aðgangsverði stillt í hóf. En það er alltaf hægt að hafa samband við okkur ef það eru hópar sem vilja koma.

Við viljum bjóða öllum Vestmanneyingum að koma og skoða bæinn frítt dagana
13-16 September frá kl. 13:00 -17:00, því þetta er jú bærinn okkar allra og snertir okkur öll.

Hugmyndin spratt upp hjá okkur fyrst fyrir um 3.árum síðan, bærinn var að grotna niður og okkur fannst það algjör synd að þessi fallegi bær fengi ekki að njóta sín betur. Við fórum þá á stúfana og leituðum að því hver ætti Herjólfsbæ og kom þá í ljós að Lista og Menningarfélagið átti bæinn og var í því ferli að gefa Vestmannaeyjabæ húsið. Það ferli tók um 2 ár, svo þurfti að bjóða út rekstur Herjólfsbæjar og sóttum við þar um og vorum svo lánsöm að vera valinn.

Sagan um Herjólf og Vilborgu finnst okkur vera alveg hreint ótrúleg, enda var Herjólfur fyrsti Vestmannaeyingurinn og hér erum við með ferjuna Herjólf, Herjólfsgötu, Herjólfshöllina og Herjólfsdal, en ekki allir vita af hverjum er nafnið komið, þá sérstaklega unga kynslóðin okkar. Þess vegna langaði okkur að koma sögu Herjólfs til lífs og búa til sýningu í kringum hann og hans fjölskyldu.

Við lögðumst í heilmikla rannskóknarvinnu og kynntum okkur þennan tíma út og inn og hvernig fólk lifði á þessum tímum, fórum í skoðunarferðir á sambærilega staði og leituðum ráða hjá Sagnfræðingum sem hjálpaði okkur helling við hönnunina..

Það er vissulega ekki mikið ritað um Herjólf og Vilborgu og því er þessi sýning tilgátusýning eins og bærinn sjálfur,en samt sem áður möguleg út fá heimildum og staðreyndum sem uppi hafa verið. Við ákváðum að hanna sýninguna með gleði og húmor í fyrirrúmi og hafa þetta gaman en vissulega segja hlutina hreint og beint eins og þeir voru. Því jú það var mjög erfitt að vera uppi á þessu tíma og í raun algjör einsemd.

Sýningin er hönnuð og byggð upp af okkur hjónunum og börnunum okkar tveimur og hefur verkefnið átt hug og hjörtu fjölskyldunnar síðastliðin ár. Verkefnið er búið að vera krefjandi en mjög skemmtileg og langar okkur að stækka söguna á hverju ári með því að koma með nýjan víking sem var uppi á þessum tíma inn í Herjólfsbæ. Það er verkefni sem okkur langar til þess að vinna í smá samvinnu með Grunnskólanum. Að kveikja áhugan hjá krökkunum og fá þau til þess að finna fræga/frægan víking frá þessum tíma, jafnt íslenskan sem evrópskan og skapa hann, hvernig leit hann út, af hverju var hann frægur, hver er sagan hans?

Við munum svo í kjölfarið láta búa hann til og skapa sögu í kringum hann/hana og koma honum upp í Herjólfsbæ.

Við erum virkilega þakklát fyrir að hafa verið valinn í þetta verkefni og okkur þykir mjög vænt um það traust sem Bæjarstjórn og Vestmannaeyingar hafa sýnt okkur.

Takk fyrir þolinmæðina, takk fyrir traustið og takk fyrir að trúa á okkur.

Vonandi líkar ykkur sýningin og hafið gaman að þessu.

Með ást frá Eyjatours fjölskyldunni

Einar Birgir, Íris Sif, Aþena Rós og Baltasar Þór.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is