Bjóða upp á sértækt íþróttasvið til stúdentsprófs næsta haust

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og ÍBV hafa um árabil átt í samstarfi um íþróttaakademíu í fót- og handbolta. Akademían er hönnuð með það að markmiði að veita nemendum sem leggja stund á þessar íþróttir sem stefna á að komast í meistaradeildir og lengra, tækifæri til að taka íþróttina sem hluta af námi sínu við skólann. Námið er hannað til að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi, fá faglega þjálfun, þróa færni og íþróttahæfileika sína.

Í dag stundar 21 einstaklingur nám í akademíunni en það hallar á stelpurnar, þær eru einungis fjórar núna á vorönninni. Nemendur sem taka þátt í akademíunni fá sérhæfða þjálfun frá reyndum þjálfurum og fá enn frekara tækifæri til að þróa íþróttahæfileika sína. Nemendur í akademíunni eiga það sammerkt að vera mjög skipulagðir, það eru þeir sem mæta á æfingar áður en hefðbundinn skóladagur hefst og enda vikuna á fyrirlestrum, þegar aðrir nemendur eru komnir í helgarleyfi.

Samstarf FÍV og ÍBV hefur skilað töluverðum árangri. Margir nemendur sem hafa tekið þátt í akademíunni hafa haldið áfram að spila og eigum við einstaklinga sem spila með atvinnuíþróttaliðum erlendis, nemendur hafa fengið námstilboð frá erlendum háskólum með því skilyrði að spila fyrir viðkomandi skóla og landsliðsmönnunum sem hafa tekið akademíuna er alltaf að fjölga. Nemendur sem sótt hafa akademíuna hafa lýst mikilli ánægju með námið sem þar fer fram og það er dýrmæt að geta haft það sem hluta af þeirri námskrá sem þeir taka.

Íþróttanámið sem skólinn býður upp á samstarfi við ÍBV er frábært tækifæri fyrir nemendur sem hafa mikinn áhuga á fót- og handbolta. Skólinn hefur einnig starfrækt akademíu í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja og önnur félög innan ÍBV hafa sýnt áhuga á að starfrækja akademíur. Til að koma á móts við íþróttaáhuga nemenda verður frá og með næsta hausti boðið upp á sértækt íþróttasvið til stúdentsprófs innan skólans. Við erum meðvituð um þau jákvæðu áhrif sem íþróttir gera haft á líf ungs fólks og okkur hlakkar til að sjá unga fólkið okkar dafna í framtíðinni

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search