Bjóða upp á innanhúsráðgjöf fyrir heimili & fyrirtæki

05.12.2020

Ríkarður Tómas Stefánsson tækniteiknari og innanhúsarkitekt og Sigrún Arna Gunnarsdóttir innanhúshönnuður byrjuðu að þróa samstarf fyrr á árinu þegar að Vestmannaeyjabær fékk þau til að hanna og skipuleggja nýjar þjónustuíbúðir fatlaða við Strandveg. Tígull fékk að heyra meira um þeirra samstarf og þjónustuna sem þau bjóða upp á. En hún er í fernu lagi eða brons, silfur, gull og platínum pakkar. Er þeirra von að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi sem leitast eftir ráðgjöf og hönnunarleiðbeiningum. Hægt er að sjá nánar um pakkana á næstu síðu.

 

Hlutverk hönnuða

Margt hefur verið skrifað um arkitektur og innanhúshönnun en um hönnun er hægt að segja að það sé notað yfir samheiti yfir mismunandi greinar sem sameinar sköpun og hagnýtar lausnir fyrir bæði heimili og umhverfið í kringum okkur. Síðustu ár hefur hlutverk hönnuða orðið meira krefjandi þar sem áhersla er sett á að þeir noti vörur sem hafa fengið svansvottun frá norðurlöndunum en Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki um lágmörkun umhverfisáhrifa sem tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína, án þess að fórna gæðum. Norðurlöndin eru framarlega í flokki þar sem 2000 leyfi fyrir notkun á merki Svansins hafa verið gefin út og 6000 vörur hafa verið Svansvottaðar. Hafa mörg fyrirtæki landsins þegar tekið við sér og leggja áherslu á að þeirra vörur stuðli að heilsusamlegra umhverfi og nú þegar covid stendur yfir þá gæti áherslan á betra umhverfi ekki skipt meira máli en nú.

 

Sameiginlegur áhugi á heimili og lífstíl

Hægt er að segja að sameiginlegur áhugi á hönnun og list sem og samstarf á nýjum þjónustuíbúðum í Vestmannaeyjum hafi verið kveikjan að Ríkarður og Sigrún Arna eigandi Heimadecor hafi ákveðið að hefja samstarf. Þau bjóða uppá þjónustu fyrir  heimili og fyrirtæki sem hafa vilja og hug á að nýta betur og auka gæði rýma sem gefur af sér betra og heilbrigðra umhverfi fyrir eiganda/ur.

Sigrún sem útskrifaðist sem innanhúshönnuður frá Svíþjóð hefur sterka skoðun á allt sem tengist hönnun fyrir heimilið og með gott auga fyrir því nýjasta í straumum heimilisins. Hefur Sigrún Arna m.a komið sér  í samstarf við fyrirtæki á borð við Sérefni og Zenus sem hafa mikla sögu og sérþekkingu á sínu sviði til að geta boðið viðskiptavinum sínum uppá vörur sem gefa heimil-um aukin þægindi. Hægt er að sjá úrvalið á heimadecor.is og svo auðvitað eru allir alltaf velkominir niður í búðina á Strandvegi.

Ríkarður útskrifaðst með meistaragráðu í Innanhúsarkitektur verslunar- og almennra rýma í Barcelona á Spáni og hefur unnið á Teiknistofu Páls Zóphóníassonar TPZ frá árinu 2014 sem tækniteiknari og hönnuður. Frá þeim tíma sem hann hóf störf sín þar og allt til dagsins í dag hefur hann unnið að og hannað hin ýmsu verkefni fyrir TPZ og líkar mjög vel. Frá arkitektur og skipulag innanhús yfir í burðavirkis og lagnauppdrætti í samvinnu við verkfræðinga Tpz. TPZ hefur starfað í tæp 40 ár og hefur komið að flestum stærstu byggingum og framkvæmdum í Vestmannaeyjum m.a stóru sjávarútvegsfyrirtækin og auk þess að koma ýmsum verkefnum á fasta landinu. Tpz  sinnir ráðgjöf á sviði byggingar- og mannvirkjastarfsemi fyrir einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög og eru verkefni þeirra fjölbreytileg og spennandi.

Einnig stendur á að bæta við þjónustu Tpz á komandi mánuðum og segir Ríkarður að nýtt efni verði þá kynnt á heimasíðu og facebooksíðu teiknistofunnar.

 

Skipulag og hönnun þjónustuíbúða

Eins og minnst var á í byrjun þessara greinar hófst undibúningur um samstarf milli Sigrúnar og Ríkharðs þegar hönnun og skipulag á nýju Þjónustuíbúðunum á Strandvegi 26 hófst fyrr á þessu ári þegar teiknistofa Tpz sem er aðalhönnuður byggingarinnar var kölluð til að sjá um uppsetningu á nýjum þjónustuíbúðum sem Ríkarður var settur í umsjón yfir ásamt því að fá  Sigrúnu Örnu með í verkefnið.

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk kemur fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu. Einnig eru kröfur til hönnunar á þjónustuíbúðum fatlaðra meiri  og verða standast ákveðnar kröfur um aðgengi og skipulag. Síðustu mánuði hafa þau unnið að því að undirbúa og setja saman verkefni með það markmiði að bjóða uppá góða  þjónustu og gæði fyrir þjónustu-íbúðir fatlaðra og hönnun sem gefur af sér til margra ára sem býður líka uppá að geta bætt við sig þjónustu sé þess þörf.

Íbúðirnar verða sjö með þjónustukjarna og skammtímavistun. Þjónustukjarninn er stórt og mikið svæði til að vinna með sem bíður uppá marga möguleika ásamt því að vera með sólahringsþjónustu. Þar er einnig skrifstofa, geymsla og aðstaða fyrir starfsmenn með góðu aðgengi að votrými, þvottarhúsi og annarri geymslu.

Myndband af þjónustuíbúðunum er hægt að sjá á vefsíðu / youtube sem sýnir í grófum dráttum útlit og skipulag hæðarinnar en í lok ársins eða  byrjun næsta árs verður hægt að skoða þrívíddarmyndir sem sýna betur loka uppstillingu og útlit þjónustuíbúðanna. Áætlað er að byggingin verði tilbúin í vor.

 

Tígull fær að fylgjast með

Þau Rikki og Sigrún ætla að leyfa okkur að fylgjast með samstarfinu og komandi verkefnum áfram. Það verður spennandi að fylgjast með.

Hér má sjá myndir frá undirbúningi og hönnun á verkefnum þeirra, mynd tengda þjónustuíbúðunum og önnur myndin er tillaga fyrir einbýlishús hér í Eyjum ásamt fleiri verkefnum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search