Nú hafa allar verslanir fært opnunartímann sinn í fyrra horf og sumarið farið að láta sjá sig. Af því tilefni ætla flestar verslanirnar að taka sig saman og vera með svokallaðan bjartan fimmtudag en þær ætla að vera með opið til kl. 23:00 annað kvöld, þann 4. júní.
Afslættir og tilboð verða hér og þar, misjafnt eftir verslunum. Tígull heyrði í Sigrúnu Öldu formanni kaupmannasamtakanna og hún að stemning væri fyrir morgundeginum og vonast hún eftir því að sem flestir nýti sér þessa auknu opnun annað kvöld. Einnig vill kom hún koma á framfæri nýrri heimasíðu samtakanna og þar má finna þær verslanir sem tilheyra samtökunum. „Kíktu í bæinn og njóttu þess sem verslanir og veitingastaðir hafa uppá að bjóða. Við eigum mikið af flottum verslunum og veitingastöðum sem bjóða fjölbreytt úrval og við hlökkum til að sjá ykkur á morgun og annað kvöld“ sagði Sigrún.
Hægt er að kíkja á heimasíðuna þeirra með því að smella hér!