Miðvikudagur 7. júní 2023

Bjartey Ósk sigurverari í friðarveggspjaldakeppni Lions

Í haust bauðst nemendum í 6.-8. bekk að taka þátt í friðarveggspjaldakeppni Lions, 34 nemendur úr GRV sendu inn mynd í keppnina.

Þema fyrir árið 2021-2022 er We Are All Connected eða

Við erum öll tengd

Á tímum heimsfaraldurs fögnum við öllu sem tengir okkur saman.

Tengir okkur hvort öðru-samfélaginu og okkur öll hvar sem við erum í heiminum.

Á þessu ári bjóðum við ungu fólki að sjá fyrir sér, kanna og tjá sig sjónrænt um þessar tengingar

Dómnefnd á vegum Lionsklúbbsins í Vestmannaeyjum valdi mynd Bjarteyjar Óskar Sæþórsdóttur úr 7. bekk sem framlag skólans. Sú mynd var send áfram í næstu umferð þar sem 16 skólar kepptust um að fá að senda framlag Íslands í alþjóðakeppnina.

Myndin hennar Bjarteyjar Óskar var valin sem framlag Íslands.

Tígull óskar Bjartey Ósk til hamingju með flotta mynd og sigurinn.

Greint var frá þessu fyrst inn á grv.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is