Herjólfur

Bjarni Ólafur Guðmundsson skrifar: Þegar nóg er nóg!

23.06.2020

Það er kannski að æra óstöðugan að fjalla dulítið um Landeyjahöfn. Þetta er heldur ekki beint um Landeyjahöfn, heldur hvernig við Eyjamenn nálgumst samgöngur okkar, fjöllum um þær á samfélagsmiðlum og hvort við gerum okkur grein fyrir hversu skaðleg þessi ótrúlega neikvæða
umræða hefur á samfélagið okkar.

Umræða hefur skapast um ferð Herjólfs á sunnudag vegna þess að hann sneri við og reyndi aftur. Ég er ekki að gera lítið úr því að fólki hafi brugðið, ég er hinsvegar að benda á með hvaða hætti umræðan nánast afvegaleiðist og fer út í að tala um höfnina sögulega, skipið sögulega, og svo framvegis og neikvæðu raddirnar í essinu sínu.

Við Eyjamenn búum á Eyju. Samgöngur okkar hafa þróast á undanförnum áratugum.

Í dag erum við með fínustu ferju sem er að flestra mati talsvert betri en Herjólfur þriðji, sem hafði þjónað okkur mjög vel í nokkra áratugi og höfnin er að nýtast betur með þessu nýja skipi.

Ferðaþjónustan í Eyjum á mikið undir að aðrir en íbúarnir á Heimey hafi trú á skipinu. Ferðaþjónustan í Eyjum skiptir samfélagið miklu máli og til framtíðar getur hún skipt okkur enn meira máli, því hún á svo mikið inni. Aðilar í ferðaþjónstu hafa þegar lagt mikið undir og flest okkar þekkjum og jafnvel erum fjölskyldulega tengd fólki í ferðaþjónustunni. Hjálpum þeim frekar en að skemma þeirra uppbyggingarstarf. Ég hef hitt svo margt aðkomufólk sem heldur ekki vatni yfir upplifun sinni á ferðinni til Eyja.

Þetta er svo tilkomumikið og þetta er spennandi. Herjólfur er glæsilegasta ferja landsins og fer vel með farþegana. Sigling til Eyja á að vera sigling á vit ævintýra. Sigling til Eyja á að vera upplifun. Sigling til Eyja á að vera eitthvað sem við hlökkum til. Vestmannaeyjar á alltaf að vera góð hugmynd.

Ef við höldum áfram að tala með þeim hætti sem við gerum eru minni líkur á að ferðamenn komi til Eyja, svo einfalt er það. Mín ráðlegging til okkar allra íbúa Eyjanna er að við snúum bökum saman, sýnum skynsemi og ábyrgð þegar við tölum og/eða skrifum um samgöngurnar okkar. Tölum ferðalag til Vestmannaeyja upp, verum jákvæð og hjálpumst að við að kynna þessa gersemi sem við erum svo heppin að fá að njóta sem íbúar.

Bjarni Ólafur Guðmundsson

Forsíðumynd Bjarni Sigurðsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search