Bjarki Hlynsson varð á laugardaginn Íslandsmeistari í flokki SS í kvartmílu

Bjarki Hlynsson er fæddur 1996 og því 25 ára eyjapeyi í húð og hár, einnig varði stórum hluta í sveitinni. Foreldrar Bjarka eru þau Hlynur Geir Richardsson og Þórunn Jónsdóttir. Bjarki á tvær systur og tvo bræður þau Davíð, Björgvin, Dagný og Auði. 

Tígull fékk aðeins að forvitnast um Bjarka og spurði hann nokkurra spurninga.

 

Hvar vinnur þú?

Ég vinn hjá Skipalyftu Vestmannaeyja og hef verið þar í tæp 5-6 ár. Kláraði grunnskóla og tók tvær annir í framhaldsskóla en ákvað þá að fara að vinna. 

 

Hefur þú alltaf verið með bílaáhugann?

Bílaáhugi byrjar kannski upp úr 15 ára aldri þar sem ég keyrði gamla Lödu og auto union (Audi) uppí sveit. Að sjálfsögðu bara á túnum þegar það var verið að rúlla, síðan þá hef ég alltaf haft áhuga á flottum og gömlum bílum. 

 

Nú er nokkuð erfitt að æfa sig hér í Vestmannaeyjum, hvar fara æfingar fram fyrir kvartmíluna?

Eflaust hafa margir heyrt í mér þegar ég fer framhjá. Djúpar drunur sem heyrast bara þegar maður gefur mikið í, en þegar ég mæti í keppni þá æfi ég mig mest í tímatökum á kvartmílubrautinni. Tek samt tillit til fólks á kvöldin og svona. 

 

Ertu búinn að keppa lengi í kvartmílu og kannski í öðrum greinum líka?

Ég keppti 2019 líka og tók titilinn þá en fyrir það hafði ég aldrei keppt í bílaíþróttum.

Keppti einu sinni eða tvisvar í tölvuleikjum en endaði sæti númer eitthvað mikið þannig það er kannski ekki í frásögur færandi.

 

Um hvað snýst þessi keppni fyrir okkur sem höfum ekkert vit á þessu?

Keppnin snýst svo sem um bara að vera fyrstur en innan vissa tímamarka. Eins og í mínum flokki eru mörkin 12.99 sek, ef ég fer undir þann tíma tapa ég ferðinni. Svo koma ljósin inn í myndina, þar getur maður alveg fengið taugaáfall að bíða eftir þeim. 

Tíminn á ljósum er 0.5 sek, ef þú ferð undir þann tíma þjófstartar þú. Tímarnir sem ég hef náð best var 0.587sek og mörgum sinnum þjófstartað og mörgum sinnum alveg uppí sekúndu en yfirleitt gat ég bara beðið eftir að hinn fór af stað svo gat ég farið af stað þar sem ég var yfirleitt með kröftugari bíl heldur en allir hinir. Besti tími sem ég hef sett á bílnum mínum (Grand cherokee SRT8) er 12.86sek en setti þann tíma í tímatöku . Bílinn er tæp 2 ton með mig í honum og tæp 500 hestöfl 

 

Fyrir þau sem hafa áhuga á því að stunda þessa (íþrótt) grein hvert geta þau leitað?

Það er svo sem ekkert mál að taka þátt í þessu, þarft 3 hluti held ég: góðan bíl, viðaukatryggingu og skrá þig í akstursíþróttafélag. Þegar þú ert kominn með það ferðu inn á akis.is og býrð til aðgang og skráir þig í keppni. Svo er megnið af reglum inná kvartmila.is 

 

Eitthvað að lokum?

Að lokum það hefði verið gaman að sjá fleiri að keppa í kvartmílu. Gæti vel verið að ég verji titillinn à næsta ári og það hefði líka verið gaman að hækka hestaflatöluna, en það gæti orðið soldið dýrt. Svo er líka bara gaman að keyra hratt löglega, engin hætta á sekt. En ég hvet alla sem langa að taka þátt að gera það, svo mikið adrenalín í þessu sporti. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search