Nú um helgina mun biskup Íslands, fr. Agnes M. Sigurðardóttir, heimsækja Vestmannaeyjar eða vísitera eins og það er gjarnan kallað. Mun biskup ásamt fylgdarliði eiga fund með prestum og sóknarnefnd Landakirkju auk þess að heimsækja Hraunbúðir.

Vísitasían byrjar í dag, laugardag og endar með heimsókn á Hraunbúðir um hádegisbil á sunnudeginum. Í tilefni vísitasíunar munu prestar Landakirkju messa á sunnudeginum ásamt biskup Íslands sem prédikar. Í guðsþjónustunni mun einnig koma fram barnakór frá Hafnarfirði sem verður á ferðalagi hér í Eyjum sömu helgi.

Greint er frá þessu á vef Landakirkju.