Miðvikudagur 7. júní 2023

Birgitta Sól & Fatma Kara

Tígull mun kynna leikmenn í meistaraflokki í knattspyrnu karla og kvenna í næstu blöðum sem mun einnig birtast á vefnum.

Fatma Kara & Birgitta Sól
Nafn & aldur: Fatma Kara, 28 ára
Hvaðan ertu? Ég fæddist í Þýskalandi (Gelsenkirchen) en er frá Tyrklandi. (Balıkesir)
Staða á vellinum? Miðjumaður
Hver eru þín helstu áhugamál fyrir utan fótboltann? Mér finnst gaman að spila badminton.
Hvað stóð upp úr á síðasta tímabili?
Ég spilaði þá fyrir HK/Víking sem var erfitt tímabil þar sem við vorum í botnslagnum. Langar ekkert sérstaklega að muna eftir því.
Hvernig líst þér á hópinn fyrir sumarið?
Við erum með fjölbreyttan hóp og með leikmenn sem spiluðu í Evrópu eða Bandaríkjunum með mikla reynslu. Hver leikmaður hefur sinn styrkleika og erum við að vinna í að stilla okkur saman og verða gott lið inn á vellinum.
Hvernig undirbýrðu þig fyrir leiki?
Ég undirbý mig ekki sérstaklega, passa að fá nægan svefn og ef ég get séð myndbönd af andstæðingnum þá nýti ég mér það.
Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Nei, engan leyndan hæfileika. Get bara spilað fótbolta.
Hvernig líst þér á að búa í Vestmannaeyjum?
Þegar ég fékk tilboð frá ÍBV þá var á smá hrædd við að búa á eyju en ég sé það núna að það var rétt ákvörðun. Mér líkar betur að vera hér heldur en á höfuðborgarsvæðinu.
Nafn & aldur: Birgitta Sól Vilbergsdóttir, 17 ára
Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Vilberg Ingi og Ásdís Lilja og svo á ég tvö systkini eldri bróðir og yngri systur, Andri Már og Hjördís María.
Hvaðan ertu? Ég er frá Ólafsvík.
Staða á vellinum? Eins og er spila ég hægri bakvörð.
Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst gaman að ferðast og bara eyða tíma með vinum og fjölskyldu.
Hvað stóð upp úr á síðasta ári?
Tenerife ferðin með allri fjölskyldunni yfir öll jólin.
Hvernig líst þér á hópinn fyrir sumarið?
Mjög vel það eru allar mjög almennilegar og skemmtilegar og fótboltalega séð mjög góðar.
Hvernig undirbýrðu þig fyrir leiki?
Ég er ekki með sérstaka rútínu en annars fer ég bara snemma að sofa og borða góðan morgunmat.
Uppáhalds þættir? Hawai five 0
Uppáhalds tónlist? Er með mjög fjölbreyttan tónlistarsmekk en annars finnst mér ný íslensk tónlist góð.
Uppáhalds matur?
Naut og bernes er í miklu uppáhaldi.
Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Nei held ekki, hann er allavegana það leyndur að ég er ekki búin að finna hann ennþá.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is