30.04.2020
Blaðamaður Tíguls hafði samband við Sigurgeir B. Kristgeirsson ( Binna ) í Vinnslustöðinni vegna fréttar sem Stundin birti þann 28.apríl síðastliðinn
en þar er fyrirsögnin : Vinnslustöðin krefst fundar með Katrínu og Bjarna um milljarðs kröfu sína vegna kvóta.
Vildi Tígull kanna þetta mál nánar. Í símtali við Binna segir hann að þessi fyrirsögn Stundarinnar sé í engu samræmi við fréttina, hann sendi mjög kurteisa beiðni á Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem hljómar svona: Ég óska eftir fundi með ykkur til að skýra málið og ræða framhald þess. Fundurinn er mikilvægur en ekki áríðandi. Önnur málefni á ykkar borði eru væntanlega mun meira áríðandi eins og staðan er. Vinsamlegast látið vita um tíma sem gæti hentað á næstu vikum.
Binni er mjög rólegur yfir þessu öllu þar sem þetta mál verður sennilega ekki tekið fyrir fyrr enn í haust og því meira en nægur tími fyrir Katrínu, Bjarna og Sigurð að svara þessari ósk Binna. Vinnslustöðin hefur frá upphafi þessa máls beðið um sáttarfund til að finna góða niðurstöðu í þetta mál en hefur hingað til ekki fengið nein jákvæð svör við þeim beiðnum.
Hér er svo hægt að lesa frétt Stundarinnar