Þriðjudagur 25. júní 2024

Bilun í bílabrúnni hjá Herjólfi – myndir og myndband

Glussaslanga fór í sundur öðru megin þegar var verið að slaka ökubrúnnni niður að Herjólfi nú í morgun þegar önnur ferð Herjólfs var að taka enda.

Glussaslanga í tjakki gaf sig með þeim afleiðingum að brúin er óökufær, það tók þó nokkurn tíma að hífa upp brúnna til að slaka henni á ný á Herjólf svo bifreiðar gætu ekið úr bátnum.

Hörður Orri segir að nú taki við viðgerð og ljóst er að næsta ferð muni örlítið seinka. Tígull fékk svo á hreint hjá Herði að svona geti engan vegin gerst nema þegar verið er að hífa brúna að skipinu eða frá. Þegar brúin er komin á skipið er ökubrúin kirfilega föst.

Í tilkynningu frá Herjólfi segir: 

Í morgun átti sér stað óhapp við ekjubrú Herjólfs í Vestmannaeyjum þegar glussaslanga í tjakki gaf sig með þeim afleiðingum að brúin var óökufær. Búið er að vinna að viðgerðum og stefnum við á að sigla óskerta áætlun í dag. Ljóst er að töf verður á brottförum til þess að byrja með en við stefnum á að vinna það upp þegar líða tekur á daginn. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Svanur vélstjóri bendir hér á þar sem glussalangan fór í sundur.
Svona leit ökubrúin út þegar Tígull mætti á svæðið
Farðþegar biðu rólegir um borð.
Herjólfi var svo bakkað rólega að og ökubrúnni komið á Herjólf.
Það gekk svo loks eftir
Hægt var að ferja bíla og farþegar frá borði.
Hjólreiða fólk fór fyrst frá borði.
Skipalyftumenn ásamt hafnarstarfsmönnum hjálpuðust að við að koma þessu í stand svo hægt væri að afferma bátinn.
Bílum komið frá borði.

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search