Bílaverkstæði Sigurjóns

Þann 1.mars sl. skipti bílaverkstæðið Nethamar um eigendur. Sigurjón Adólfsson ásamt fjölskyldu sinni tóku við húsnæðinu og verða áfram með bifvélaverkstæði þar. Sigurjón þarf vart að kynna en hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að bílamálum. Hann byrjaði í bransanum fyrir um 37 árum eða árið 1986 að vinna í gamla Bragganum. Þar leigði hann verkfæri af Bjarna H. Baldurssyni og hóf sjálfstæðan rekstur. Það er óhætt að segja að það hafi verið góð og gæfurík ákvörðun hjá honum þrátt fyrir að þáverandi bankastjóri hafi neitað honum um rekstrarlán með þeim orðum að ekki væri grundvöllur fyrir bílaverkstæði í Vestmannaeyjum. Sigurjón hefur heldur betur sýnt og sannað að það var með öllu rangt hjá bankastjóranum og sem betur fer fyrir okkur Eyjamenn. Bílaverkstæði Sigurjóns á Flötum hefur blómstrað og núna orðið enn stærra. Það fer því ekkert á milli mála að rekstrarumhverfi í dag er orðið mikið betra en sem var árið 1986 og auðveldara að stofna fyrirtæki hafi fólk áhuga á því. Við fengum Sigurjón í smá spjall til að segja okkur aðeins betur frá starfseminni, fyrirtækinu sínu og þeim breytingum sem koma til að verða á nýja staðnum.

Nú hefur þú rekið fyrirtækið þitt á Flötum í allan þennan tíma, hvað kom til að þið ákváðuð að stækka við ykkur og taka við þessari starfsemi? 

Sigurjón sagði að það væri skemmtileg saga að segja frá því. Þau hjónin Sigurjón og Elfa hafi verið stödd á Ísafirði síðasta haust og verið að ræða það hvort það væri kannski tímabært að fara að minnka við sig vinnuna og jafnvel hætta að vinna. Þau plön fuku hins vegar út um veður og vind þegar þeim bauðst að taka við húsnæðinu sem Nethamar hafði starfsemi sína. Þetta hafi gerst allt frekar hratt og sagði Sigurjón að hann hafi lengi haft augastað á þessu húsnæði og því ekki hægt að sleppa því þegar tækifæri gafst til. Þau fóru því fljótt úr því að ætla að hætta að vinna yfir í að stækka fyrirtækið verulega. Svona geta plön breyst með litlum fyrirvara.

Verður starfseminni eins háttað og verið hefur hjá fyrri eigendum?

Sigurjón sagði að starfsemin verður auðvitað mikið stærri en verið hefur. Aðrar helstu breytingar eru þær að þau verða með hjólbarðaverkstæði austan við húsið ásamt því heldur starfsemin áfram á gamla staðnum á Flötum. Þar verður starfsemi fyrir stærri bílana sem ekki komast inn á nýja staðnum, en bílaverkstæðið er í góðu samstarfi við N1 og fær alla sína olíu , dekk og aðra þjónustu þaðan. 

Bílaverkstæði Sigurjóns verður áfram með sömu umboð og Nethamar hafði sem eru: Askja, Hekla, BL, Suzuki, Brimborg og Ísband. Hins vegar varð sú breyting á að þeir en þeir eru ekki með umboð fyrir Toyota eins og Nethamar hafði, þ.e.a.s ekki með ábyrgðarviðgerðir fyrir þá en Sigurjón leggur áherslu á að auðvitað þjónusta þeir alla bíla.

Starfsemin hefur augljóslega stækkað helling við þessar breytingar, komi þið til með að þurfa að bæta við ykkur starfsfólki? 

Já það bendir allt til þess sagði Sigurjón, enda nóg að gera. Það fór ekki fram hjá blaðamanni að brjálað var að gera og því best að leyfa Sigurjóni að fara aftur til vinnu eftir þetta spjall. 

Við óskum Sigurjóni og fjölskyldu innilega til hamingju með nýja reksturinn.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search