Hekla verður með sýningu á nýjum bílum hjá Nethamri laugardaginn 19. október milli klukkan 12.30 og 16.00. Hekla er umboðsaðili fyrir Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen; vörumerki sem eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa. Úrvalið er óþrjótandi hvort sem um ræðir bíla sem knúnir eru áfram af bensíni, dísil, metan, rafmagni eða blöndu tveggja aflgjafa.
Allt vinsælir bílar en rafknúni Mitsubishi Outlander PHEV bíllinn hefur svo sannarlega slegið í gegn í Vestmannaeyjum. Að jafnaði seljast tveir Outlander á mánuði til Vestmannaeyja og alls eru nú skráðir 77 bílar hér og er ekkert lát á vinsældunum. Þessi fjöldi jafngildir um 20 bíla á hverja 1000 íbúa Vestmannaeyja, en ef jafn mikið væri selt af bílnum væru 4000 bílar á Höfuðborgarsvæðinu. Í raun hafa verið seldir yfir 2000 bílar hjá Heklu síðustu þrjú árin á Íslandi – sem er ekki neitt smáræði heldur; en ekkert á við Vestmannaeyjar!
„Það er skemmtilegt að þessi bíll hafi náð að heilla hug og hjörtu íbúa Vestmannaeyja með þessum hætti,“ segir Björn Gunnlaugsson, vörumerkjastjóri hjá Heklu í spjalli við Tígul.
100% á rafmagni í Eyjum
Þegar hann er spurður um ástæðuna stóð ekki á svarinu. „Mitsubishi Outlander PHEV er stór og þægilegur jepplingur á frábæru verði, m.a. vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við rafknúna bíla sem felur í sér undanþágu virðisaukaskatts. Það sem gerir bílinn einstaklega hentugan í Vestmannaeyjum er sú staðreynd að daglegur akstur er líklega í flestum tilvikum undir 40 km. Þannig að bíllinn getur ekið nánast 100% á rafmagnshleðslu annað hvort heima eða á vinnustað. Þetta er bæði umhverfisvænt og hagkvæmt – og nýtir íslenska orku í stað þess að reiða sig á innflutta orkugjafa,“ segir Björn.
Heimilisvinir í áratugi
Hann segir líka að Mitsubishi hafi afar jákvæða ímynd á Íslandi, en bílar á borð við Mitsubishi Colt, Lancer, Galant, Pajero og L200 hafa verið í eigu Íslendinga í áratugi. „Outlander PHEV hefur á síðustu árum fyllt í skarðið fyrir þessa traustu og vel þekktu heimilisvini á íslenskum heimilum. Auk þess að byggja á orðspori Mitsubishi eru helstu ástæður velgenginnar sú að Mitsubishi Outlander PHEV er frábær rafdrifinn fjórhjóladrifsbíll sem auk þess að vera umhverfisvænn og sparneytinn býður upp á frábæra aksturseiginleika, þægindi og mikið notagildi, hvort sem ekið er við krefjandi aðstæður í snjó og hálku, eða farið í blíðviðri um þjóðvegi landsins með hjólhýsi og annan fylgibúnað. Mitsubishi Outlander PHEV er hreinlega einn með öllu.“
Björn segist reikna með að þau mæti með alla línuna, Outlander PHEV, ASX sem er nýr bíll, Eclipse Cross, og L200 pallbílinn. „Við hlökkum til að koma til Eyja. Við höfum átt frábært samstarf við Eyjafólk í gegnum árin og áratugina þannig verður eins og hitta gamla vini. Auðvitað eru nýir velkomnir líka og þeir munu ekki verða fyrir vonbrigðum.