FRÍTT Í RÚTUR í boði Ísfélags Vestmannaeyja!
Ísfélagið og Herjólfur ætla í sameiningu að sjá til þess að við fyllu Höllina á morgun!
Ísfélagið býður frítt í rútur fyrir stuðningsmenn ÍBV og þeir sem bóka sig í rútuna fá sömuleiðis fría Herjólfsmiða!
Farið frá Eyjum kl.09:30 á morgun og svo heim með 18:15 ferðinni.
Mikilvægt að fólk skrái sig á formið hér fyrir neðan, til að tryggja sér sæti í rútuna!
Þeir sem þegar höfðu skráð sig þurfa EKKI að skrá sig aftur!
Ef þú varst að spá í að drífa þig, hættu að spá og af stað með þig!!
Við þökkum Ísfélaginu og Herjólfi fyrir þetta flotta framtak segir í tilkynningu frá Handknattleiksdeild ÍBV.