Um daginn þegar Tígull fór um bæinn þegar allt var á floti allstaðar þá hittum við á nokkra starfsmenn frá bænum sem voru að losa niðurföll víða um bæinn og fengu gusurnar yfir sig þegar ökumenn keyrðu framhjá. Í dag er sama staða nema við bætum við enn verra veðri. Fólk er beðið að taka tillit til starfsmanna sem eru á fullu að reyna að losa um allar stíflur bæjarins og koma þar af leiðandi í veg fyrir vatnstjón. Akið varlega gott fólk.
Sunnudagur 1. október 2023