Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Berjast þarf enn á ný um stöðu sýslumanns í Vestmannaeyjum

Fregnir af fyrirhugaðri sameiningu sýslumannsembætta sem eru í burðarliðnum innan dómsmálaráðuneytis eru því miður ekki ný af nálinni heldur kunnuglegt stef í eyrum okkar Eyjamanna. Nú hefur eldri hugmyndum um sameiningu sýslumannsembætta verið skellt í nýjan glansbúning aukinnar stafrænnar þjónustu.

Við sjáum það svart á hvítu að Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum hefur heldur betur eflst með tilkomu öflugs sýslumanns sem sótt hefur ný verkefni fyrir embættið, m.a. með aukna stafræna þjónustu að markmiði og hefur forysta og staða sýslumanns þar skipt lykilmáli.

Háð var afar hörð barátta í byrjun kjörtímabilsins um stöðu sýslumanns í Vestmannaeyjum sem með miklu harðfylgi hafðist og augljóst að nú þarf að reima á sig skóna að nýju. Ég er tilbúin í það. Þessar hugmyndir hugnast okkur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja ekki og þeim höfum við og munum áfram mótmæla kröftuglega.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search