Skipið er hið glæsilegasta og í alla staði vel búið. Um er að ræða togskip sem er 28,9 m að lengd og 12 m að breidd. Stærð þess er 611 brúttótonn. Skipið er m.a. búið tveimur aðalvélum og tveimur skrúfum, segir í frétt Síldarvinnslunnar.
Afhending skipsins fór fram með viðhöfn í gær. Bergey mun halda beint til Akureyrar þar sem Slippurinn mun sjá um frágang á millidekki en áætlar er að þeir nái þangað á laugardagskvöld. Væntanlega mun Bergey ekki koma til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrr en einhvern tímann í desembermánuði.
Snorri Þór sendi okkur nokkrar myndir frá gærdeginum og þegar þeir lögðu af stað