Hráefni:
1 bakki kjúklingavængir (8-10 stk)
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
1 msk paprika
salt og pipar
1-2 msk púðursykur
100 g BBQ sósa
1 tsk olía
Aðferð:
Byrjið á að blanda saman laukdufti, hvítlauksdufti, papriku, salti og pipar.
Kjúfið kjúklingavængina í þrennt og hendið vængendanum. Kryddið kjúklingavængina með helming kryddblöndunnar en geymið hinn helming kryddblöndunnar þar til í lokin. Forhitið air fryer í 200°c og steikið kjúklingavængina í 10 mínútur. Snúið vængjunum og steikið áfram í aðrar 10 mínútur. Setjið eina matskeið af púðursykri saman við kryddblönduna sem var afgangs.
Setjið steikta vængina í hreina skál ásamt kryddblöndunni og hrærið vel í með sleikju. Setjið BBQ sósu út í skálina eftir smekk og hrærið í áður en borið er fram.