Föstudagur 23. febrúar 2024

BBQ kjúklingavængir í boði Sæþórs Vídó

Hráefni:

1 bakki kjúklingavængir

1 tsk laukduft

1 tsk hvítlauksduft

1 msk paprika

salt og pipar

1-2 msk púðursykur

BBQ sósa

1 tsk olía

Aðferð:

Byrjið á að blanda saman laukdufti, hvítlauksdufti, papriku, salti og pipar.

Kljúfið kjúklingavængina í þrennt og hendið vængendanum. Kryddið kjúklingavængina með helming kryddblöndunnar en geymið hinn helming kryddblöndunnar þar til í lokin.

Forhitið air fryer í 200°c og steikið kjúklingavængina í 10 mínútur. Snúið vængjunum og steikið áfram í aðrar 10 mínútur.

Setjið eina matskeið af púðursykri saman við kryddblönduna sem var afgangs.

Setjið steikta vængina í hreina skál ásamt kryddblöndunni og hrærið vel í með sleikju. Setjið BBQ sósu út í skálina eftir smekk og hrærið í áður en borið er fram.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search