03.09.2020
Vestmannaeyjahlaupið fer nú fram í 10. sinn á laugardaginn næst komandi.
Boðið er upp að hlaupa tvær vegalengdir 5 km og 10 km.
Einnig er barnahlaup Vestmannaeyjahlaupsins á sínum stað eins og síðustu 10 ár það er ræst út klukkan 12:30 hlaupið er upp Brekkugötu og er fyrir 5 ára og yngri.
Veðurspáin er stór glæsileg fyrir hlaupadaginn.
Ræst er í 5km og 10km kl 13:00 en upphitun hefst kl 12:35. Rásmarkið er eins og venjulega við Íþróttamiðstöðina.
Skráðu þig inn á hlaup.is
Keppnisgögn verða afhent föstudaginn milli klukkan 18 og 20 í Íþróttamiðstöðinni.