Aðsend mynd

Bann við ónauðsynlegum ferðum frá há-áhættusvæðum

Dómsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá tilgreindum áhættusvæðum, vegna Covid-19 faraldursins

Reglugerðin tekur gildi á morgun 27. apríl og gildir út maí.

Til og með 31. maí 2021 er útlendingum, sem koma frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem 14 daga nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, óheimilt að koma til landsins. Bannið á við alla útlendinga jafnt EES og EFTA borgara sem og alla þriðja ríkisborgara.

Bannið á ekki við um útlendinga sem hafa fasta búsetu hér á landi, þ. á m. á grundvelli dvalarleyfis eða annars konar dvalar- eða búseturétti, aðstandendur íslenskra ríkisborgara og útlendinga sem búsettir eru hér á landi, útlendinga sem eru í nánu parasambandi, sem staðið hefur um lengri tíma, með íslenskum ríkisborgara eða útlendingi sem er löglega búsettur hér á landi, útlendinga sem geta framvísað vottorði um bólusetningu eða vottorði um að COVID-19 sýking sé afstaðin í samræmi við 6. gr. reglugerðar um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.

Bannið á ekki heldur við um útlendinga sem koma til landsins vegna brýnna erindagjörða, þ. á. m. eftirtalda aðila:

 • Farþega í tengiflugi.
 • Starfsfólk á sviði heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu.
 • Starfsfólk sem sinnir flutningum á vöru og þjónustu.
 • Einstaklinga sem hafa þörf á alþjóðlegri vernd.
 • Einstaklinga sem þurfa að ferðast vegna brýnna aðstæðna í fjölskyldu sinni.
 • Einstaklinga og sendinefndir sem koma til landsins á vegum íslenskra stjórnvalda, starfsmenn sendiskrifstofa og aðra fulltrúar erlendra ríkja, starfsmenn alþjóðastofnana og einstaklinga í boði þeirra sem þurfa að koma til landsins vegna starfsemi þessara stofnana, fulltrúa herliðs, og starfsmenn sem sinna mannúðaraðstoð og almannavörnum og fjölskyldur framangreindra aðila.
 • Námsmenn.
 • Einstaklinga sem þurfa nauðsynlega að ferðast vegna viðskipta eða starfa sem eru þess eðlis að þau er ekki hægt að framkvæma síðar eða erlendis.

Forsíðumynd aðsend.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search