Ball á Skipasandi á laugardagskvöldið

Goslokanefnd tókst, eftir mikla vinnu, að færa kvölddagskrá laugardagsins á Skipasand en að auki verður ball eftir að kvöldskemmtuninni líkur, þar sem hljómsvetin Brimnes mun leika fyrir dansi til klukkan 03:00

Þegar goslokanefnd hóf störf í febrúar voru miklar takmarkanir í gangi og ekki vitað hvernig staðan yrði sjálfa goslokahelgina þar sem erfitt var að sjá fyrir að öllu yrði aflétt fyrir þann tíma.

Þann 26. júní var svo öllum takmörkunum aflétt, en þá var búið að festa niður dagskrá Goslokahátíðar og þar með búið að ráðstafa þeim fjármunum sem goslokanefnd hafði til ráðstöfunar. Einnig var búið að fá öll tilskilin leyfi fyrir hátíðina, en umsóknarferli á slíkum leyfum tekur að jafnaði nokkrar vikur.

Eftir að dagskrá Goslokahátíðar var kynnt gætti nokkurrar óánægju á samfélagsmiðlum og goslokanefnd bárust kvörtunarpóstar. Kvartanirnar snerust að mestu um að ekki væri skemmtun eftir miðnætti á laugardagskvöld.

Tígull hafði samband við goslokanefnd í gær, sem er búin að vinna að því hörðum höndum að reyna að finna lausn á málunum, eftir að öllum takmörkunum var aflétt. En það helst strandaði á var að búið var að ráðstafa öllu fjármagni sem áætlað var í goslokin, því fjármagni sem hefði jafnan farið í Skipasand var búið að ráðstafa í veglega kvöldskemmtun á Stakkó.

Ekki er svo einfalt að færa allt niður á Skipasand því lengri dagskrá hefur í för með sér að það þarf aukagæslu ásamt löggæslu, wc, leyfi, hljómsveit, hljóðkerfi og fleira sem hefur í för með sér ákveðinn kostnað. Tígull fór því, ásamt goslokanefnd, á fullt að leita eftir stuðningi fyrirtækja og viti menn það tóks að fjármagna það sem vantaði upp á.

Við þökkum þeim kærlega fyrir snögg svör og stuðninginn en þetta eru: Vinnslustöðin, Miðstöðin, Bergur Huginn, Lundinn, Skipalyftan, Leturstofan/Tígull, auk Vestmannaeyjabæjar.

Auk þess styrkja Íslandsbanki, Landsbankinn og Ísfélagið dagskrá helgarinnar.

Goslokanefnd vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem koma að umgjörðinni og leyfisveitingum og gerðu það kleift að hægt var að flytja kvöldskemmtunina yfir á Skipasand með svona stuttum fyrirvara.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search