Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Bættar samgöngur – fyrir þig

Til að Vestmannaeyjar verði að enn eftirsóknarverðari búsetukosti, til að bæta lífsgæði íbúa og til að efla fjölbreytt atvinnulíf er mikilvægt að samgöngur komist í betra horf. Þrátt fyrir að vissulega hafi veður verið slæm eru aðstæður Landeyjahafnar hvergi nærri nógu góðar og flugsamgöngur þarf að bæta.

 • Dýpkun Landeyjahafnar er fyrsta breytan sem einfaldast er að hafa áhrif á, við þurfum sem allra fyrst öflugt dýpkunarskip sem afkastar miklu á stuttum tíma við eins erfiðar aðstæður og mögulegt er en ekki síst þurfum við varanlegri lausn til að tryggja viðunandi dýpi í hafnarmynninu.

 • Rekstur Herjólfs þarf áfram að vera á hendi heimamanna til þess að við sem notum þjónustuna, getum stýrt henni, bætt hana og þróað eftir þörfum samfélagsins.

 • Flugsamgöngur hafa verið sögulega slakar á undanförnum árum. Samfélagið þarf flug alla daga, tvisvar á dag, með hentugum tímasetningum til að íbúar sjái flugið sem raunhæfan valkost og til að þjóna atvinnulífi og heilbrigðisþjónustu sem best.

 • Klára þarf rannsóknir vegna jarðgangna og kostnaðarmeta með hliðsjón af öðrum innviðum sem þarfnast brýnnar uppfærslu á borð við sæstreng og vatnsleiðslu.

 

Það þarf að bæta samgöngur – fyrir þig.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search