Á fundi fræðsluráðs í vikunni var lögð fram áætlun um úthlutun kennslustunda og stöðugilda annarra starfsmanna skólaárið til staðfestingar. Jafnframt óskaði skólastjóri eftir heimild til að ráða sérfræðing í 70% stöðu vegna nemenda sem glíma við miklar áskoranir. Er sú beiðni í samræmi við tillögur faghóps sem tók út stoðkerfi skólans og voru samþykktar á 323. fundi ráðsins. Ráðið samþykkti áætlun um úthlutun kennslustunda með umbeðinni viðbót, þ.e. 70% stöðugildi sérfræðings. Málinu er vísað til bæjarráðs vegna haustannar 2023. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs geri ráð fyrir kostnaði á vorönn í fjárhagsáætlun næsta árs.
Mánudagur 29. maí 2023