16.05.2020
Sunnudaginn 17.maí komum við loksins aftur saman í Landakirkju í bæna-helgistund klukkan 11.00.
Kórfélagar úr kór Landakirkju munu leiða söng undir stjórn Kitty Kovács og sr. Guðmundur Örn leiðir stundina með ritningarlestrum og bænum.
Við minnum á fjöldatakmarkanir vegna covid-19, sem nú miðast við 50 manns og eins höfum við tveggja metruna í heiðri.
Hjartanlega velkomin í Landakirkju aftur eftir langt hlé í samkomubanni.
Greint er frá þessu á facebooksíðu Landakirkju.