Á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi var rætt um stöðu og framtíð Blátinds VE 21
Njáll Ragnarsson fulltrúi E lista lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn er sammála afgreiðslu framkvæmda- og hafnarráðs.
Bæjarstjórn felur Helgu Hallbergsdóttur, fyrrv. safnstjóra í Sagnheimum, Kára Bjarnasyni, forstöðumanni Safnahúss Vestmannaeyja og Ólafi Snorrasyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, að leggja mat á muni bæjarins er varða útgerðarsögu Vestmannaeyja og setja fram hugmyndir um framtíðarvarðveislu þeirra.
Hópnum er meðal annars falið að kanna hvort hægt sé að koma vélbátnum Létti fyrir í húsnæði Vestmannaeyjahafnar á Skanssvæðinu og varðveita þar bátinn og aðrar sjóminjar. Hópnum er sömuleiðis falið að leggja mat á þann kostnað sem fælist í verkefninu.
Þá skal sömuleiðis kanna möguleikann á að smíða líkan af m/b Blátindi sem yrði til sýnis í húsinu til að varðveita sögu skipsins.
Hópurinn mun skila skýrslu til bæjarráðs eigi síðar en í lok mars 2021.
Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Einnig kom Njáll með þá tillögu um að ef einhver samtök eða félag sé tilbúið að taka við Blátind og gera upp hvort ekki væri þá hægt að láta þær fimm milljónir sem hvort er væri að fara í að farga skipinu renna til þess hóps, til stuðning þess. Undir þetta tók einnig Hildur Sólveig Sigurðardóttir.
Það væri gaman að sjá hvort einhver samtök eða félag sé tilbúið að taka þetta verkefni að sér.