Bæjarstjórn óskar eftir rökstuðningi gjaldskrárhækkana HS Veitna

Mikið hefur verið fjallað um hækkun á húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum undanfarna mánuði enda hækkuðu HS Veitur hann um 33% á fjórum mánuðum. Fyrst var hækkun á gjaldskrá og lækkun á hitastigi vatns í september sl. sem samsvaraði 15% hækkun á húshitunarkostnaði og svo í annað sinn um áramótin þar sem 18% gjaldskrárhækkun kom til. Orkustofnun og Orkumálaráðuneyti hafa staðfest umræddar hækkanir.

Samkvæmt samantekt Byggðastofnunar fyrir árið 2023 er Vestmannaeyjabær stærsta sveitarfélagið sem býr við svo háan húshitunarkostnað, sem hefur hækkað enn frekar frá því að samantektin var gerð. Þá er Vestmannaeyjabær með hæsta húshitunarkostnað á landinu þar sem notast er við rafkyntar fjarvarmaveitur.

Þessar miklu hækkanir voru umræðuefni á fundi bæjarstjórnar fyrir helgi. Að loknum umræðum samþykktu bæjarfulltrúar samhjóða eftirfarandi afgreiðslutillögu:
„Bæjarstjórn óskar ef því við Orkustofnun og Orkumálaráðuneytið að Vestmannaeyjabær fái rökstuðning og allar þær upplýsingar sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskráhækkana HS Veitna á heitu vatni sl. mánuði upp á samtals 33%.
Bæjarstjórn skorar á HS Veitur að halda íbúafund og útskýra fyrir bæjarbúum þær hækkanir á gjaldskrá sem fyrirtækið hefur gripið til í Vestmannaeyjum undanfarna mánuði. Ekki hafa allar rafkyntar fjarvarmaveitur á landinu hækkað gjaldskrá sína vegna skerðinga á raforku eins og HS Veitur hafa gert.
Það er með öllu óskiljanlegt og mikil vonbrigði hvernig íbúum þessa lands er mismunað með þeim hætti sem kemur fram í gjaldskrám fyrir húshitun á landsbyggðinni. Núverandi staða er óásættanleg fyrir íbúa Vestmannaeyja og gerir bæjarstjórn kröfu til þingmanna kjördæmisins að þeir knýi fram breytingar á þeirri löggjöf sem gildir um rafkyntar fjarvarmaveitur.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search