Þriðjudagur 16. apríl 2024
þyrla

Bæjarstjórn kallar eftir sjúkraþyrlu til Eyja

Meðal þess sem bæjarstjórn ræddi á fundi sínum síðast liðinn fimmtudag var staða sjúkraflugsins.
„Meðan stefna stjórnvalda er að veita öllum landsmönnum sérhæfða heilbrigðisþjónustu á suðvestur horni landsins, er ljóst að bæta þarf aðgengi landsbyggðarfólks að þeirri þjónustu og sérstaklega er varðar bráðaþjónustu. Til þess að koma fólki á landsbyggðinni, sem nauðsynlega þarf á lífsbjargandi bráðaþjónustu að halda, undir læknishendur, er sjúkraflug eini kosturinn,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar.
Nýlega birtist í Læknablaðinu grein um rannsókn á sjúkraflugi á Íslandi árin 2012 – 2020 og í framhaldi var óskað eftir umræðu í bæjarstjórn um stöðu sjúkraflugs í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórn hefur ítrekað skorað á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að bæta aðgengi að sjúkraflugi og sérhæfðu bráðaviðbragði í Vestmannaeyjum, en lítil sem engin viðbrögð hafa verið við þeim áskorunum.

Bæjarstjórn gerði þá sameiginlega bókun þar sem skorað er á heilbrigðisráðuneytið að ganga tafarlaust til að bæta aðgengi að sjúkraflugi og sérhæfðu bráðaviðbragði á landsbyggðinni. „Áform um tilraunaverkefni með sérhæfðri sjúkraþyrlu, sem tilkynnt var um í lok desember 2019 þurfa að koma til framkvæmda. Óásættanlegt er að enn hátt í áratug eftir birtingu skýrslu ríkisendurskoðunar þar sem aukin tímalengd í flugi frá Vestmannaeyjum og Vestfjörðum var gagnrýnd hefur ekkert breyst. Þar kom fram að á Vestmannaeyjasvæði tóku útköll vegna atvika þar sem sjúklingur var talinn í bráðri eða mögulega bráðri lífshættu að meðaltali 24 mínútum lengri tíma eftir að aðsetur sjúkraflugvélar svæðisins var flutt frá Vestmannaeyjum til Akureyrar.

Í nýbirtri fræðigrein í Læknablaðinu kemur fram að langur heildarflutningstími í sjúkraflugi á Íslandi hafi líklega áhrif á horfur sjúklinga með tímanæman heilsuvanda. Lokun Reykjavíkurflugvallar myndi valda enn lengri flutningstíma. Þar kemur fram að aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu er mjög misskipt eftir búsetu og mikilvægt að leitað verði leiða til að jafna þann mun eins og hægt er.

Bæjarstjórn leggur áfram áherslu á að sjúkraþyrla og starfsteymi hennar verði staðsett í Vestmannaeyjum til þess að stytta viðbragðstíma útkalla á Suðurlandi. Í Vestmannaeyjum er eini mannaði flugvöllurinn á Suðurlandi sem er með veðurupplýsingaþjónustu, vetrarþjónustu og jafnframt er flugvöllurinn sá eini á Suðurlandi sem er með blindaðflugs- og blindbrottflugsbúnað.

Vestmannaeyjar eru stærsti þéttbýliskjarni landsins, þar sem ekki er aðgengi að sérhæfðu lífsbjargandi viðbragði innan 45-60 mínútna. Sú staðreynd, auk landfræðilegrar sérstöðu sveitarfélagsins, gera það að verkum að hagsmunir og öryggi íbúa verða best tryggðir með staðsetningu sjúkraþyrlunnar í Vestmannaeyjum.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search