Þriðjudagur 5. desember 2023
Flug

Bæjarstjórn ekki sammála um að nýta sumarstarfsmenn bæjarins til afgreiðslu flugvéla til Vestmannaeyja

Á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn síðast liðin var rædd um erindi Air Iceland Connect sem óskaði eftir því að sumarstarfsmenn bæjarins myndu hjálpa til við afgreiðslu flugvéla þrjá virka daga í viku í um 2 klukkustundir í senn þá daga sem flogið verður til Vestmannaeyja

Meirihluti bæjarstjórnar telur eðlilegt að Vestmannaeyjabær verði við erindi Air Iceland Connect.

Bæjarráð var einnig samhljóða sammála erindinu enda er það fyrst og fremst hugsað til þess að liðka fyrir því að áætlunarflug á markaðslegum forsendum til Vestmannaeyja geti vaxið og dafnað.

Hildur Sólveig og Eyþór sem tilheyra minni hlutanum fagna því að Air Iceland Connect sýni flugsamgöngum við Vestmannaeyjar áhuga á markaðslegum forsendum.

En geta ekki samþykkt þær hugmyndir þar sem gert er ráð fyrir að skattgreiðendur í Vestmannaeyjabæ beri kostnað starfsmanna fyrirtækis í eigu þriðja aðila.

Sé það vilji bæjaryfirvalda að styðja við rekstur flugfélagsins væri eðlilegra að gera slíkt með útseldri þjónustu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, t.d. Vestmannaeyjahafnar eða Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja segja þau enn fremur.

Hildur og Eyþór standa með flugsamgöngum og vilja veg þeirra sem mestan en ítreka mikilvægi gegnsæis hvað varðar fjárhagslegan stuðning Vestmannaeyjabæjar til einkafyrirtækja.

Njáll Ragnarson fulltrúi E-listans segir það er ekki rétt að fullyrða að í þessu verkefni felist fjárhagsleg skuldbinding af hálfu sveitarfélagsins.

Þessi liður var samþykktur með fjórum atkvæðum fulltrúa E og H lista og atkvæði Helgu Kristínar Kolbeins fulltrúa D lista. Tveir fulltrúar D lista Hildur Sólveig og Eyþór sátu hjá.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is