Þriðjudagur 16. apríl 2024
Bjarni

Bæjarráð ræddi stöðuna sem upp er komin vegna rangrar úthlutunar á markríl og ítrekar bókun bæjarstjórnar frá því í júní 2019

22.04.2020

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær um sjávarútvegsmál

Bæjarráð ræddi stöðu sjávarútvegs í Vestmannaeyjum á tímum Covid-19. Stjórnendur og starfsfólk fyrirtækjanna hefur lagt mikið á sig til að halda uppi sem eðlilegastri starfsemi og fyrirtækjunum gangandi. Það skiptir miklu máli að geta haldi uppi órofinni starfsemi á sama tíma og fyrirmælum er fylgt. Það hefur tekist vel. Ástandið hefur þó áhrif á rekstur og afkomu þessara fyrirtækja.

Bæjarráð ræddi stöðuna sem upp er komin vegna rangrar úthlutunar á markríl og ítrekar bókun bæjarstjórnar frá því í júní 2019.

Um áratuga skeið hafa Íslendingar borið gæfu til þess að byggja sínar veiðar á aflamarkskerfi. Með því hefur Íslendingum tekist að byggja upp langtíma hugsun sem er nauðsynleg m.t.t. góðrar umgengni við auðlindina, markaðsstöðu og styrkja þannig rekstrargrundvöll íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.

Einn meginþáttur aflamarkskerfisins er frumkvöðlaréttur og veiðireynsla. Allt tegundir sem komnar eru í aflamarkskerfið og úthlutun var byggð á aflareynslu þeirra sem sinntu veiðum á þessum tegundum fyrir hlutdeildarsetningu. Aðilar sem lögðu í þær fjárfestingar sem þurfti til að stunda viðkomandi veiðar, bjuggu til þekkingu á veiðum, vinnslu og mörkuðum, sem sagt frumkvöðlar.

Útgerðir í Vestmannaeyjum og starfsmenn þeirra voru frumkvöðlar í makrílveiðum og eiga stóran þátt í því að skapa Íslandi veiðireynslu á makríl og t.d. var hlutur Eyjaskipa á fyrstu árum makrílveiðinnar tæp 40% af heildarveiði Íslendinga. Á þessum tíma lögðu útgerðir í Vestmannaeyjum áherslu á að veiða makríl með því að fjárfesta í nýjum fiskleitartækjum, þróun veiðarfæra, byggja upp þekkingu á aflameðferð, leita vinnsluleiða og markaðstækifæra. Þ.e.a.s. þeir gerðu allt það sama og þær útgerðir sem fengu úthlutað aflahlutdeild í gulllaxi, blálöngu, litla karfa, kolmunna og hlýra nokkrum árum fyrr og byggir á aflareynslu.

Ef úthlutun á aflamarki í makríl hefði fylgt sömu leikreglum og aðrar tegundir frá árinu 2011 þá væri hlutur Vestmannaeyja í makríl rúm 33% í dag en á síðasta ári (2018) var hann rúm 25%.

Mikilvægt er að virða frumkvöðlareynslu og fara eftir þeim leikreglum sem hafa verið í gildi en ekki að bjóða uppá ófyrirséðar ákvarðanir varðandi hugsanlegar framtíðarúthlutanir. Mikilvægt er að leikreglurnar séu skýrar og þeir sem eru frumkvöðlar viti að þeir njótið þess eins og verið hefur, annars er hvatinn enginn.

Bókun frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Vestmannaeyjabær, sjómenn, landvinnslufólk og þjónustuaðilar hafa orðið af verulegum tekjum og umsvifum undanfarinn áratug vegna þeirrar ólögmætu úthlutunar á makríl sem um er rætt.

Óásættanlegt er að stjórnvöld fari ekki eftir sínum eigin lögum og reglum, hótanir stjórnvalda um auknar álögur vegna tilrauna fyrirtækja til að leita réttar síns eru heldur ekki til þess fallnar að skapa sátt í atvinnugreininni. Sjávarútvegurinn mun nú sem áður verða sú gjaldeyrisskapandi atvinnugrein sem veitir íslenska ríkinu mikilvægan efnahagslegan stuðning á erfiðum tímum.

Eðlileg krafa er að íslenska ríkið skapi atvinnugreininni sanngjarnt umhverfi, bæði lagalegt og skattalegt sem gerir henni kleift að vaxa, m.a. með því fjárfesta í tækjum og búnaði sem gerir sjávarútveginn umhverfisvænni, stuðla að nýsköpun og veita þannig greininni möguleika á að halda áfram að vera hreyfiafl landsins til framfara.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Forsíðumynd – Bjarni Sigurðsson/Basi ljósmyndun

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search