Bæjarráð óskar svara hvers vegna ráðherra tryggi ekki það fjármagn sem þarf til að fullnægjandi loðnuleit geti farið fram

07.01.2020

Bæjarráð Vestmannaeyja hittist á sérstökum aukafundi til þess að ræða stöðu og útlit loðnuveiða á árinu 2020.

Samkvæmt fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru litlar líkur taldar á að Íslendingar muni veiða loðnu á árinu. Ekkert skip hefur enn haldið til loðnuleitar og stjórnvöld hafa ekki skipakostinn til þess, þar sem aðeins Árni Friðriksson er nú til umráða sem hafrannsóknarskip. Stjórnvöld hafa ekki reynt að semja við aðila um annast hluta loðnumælinga.

Bæjarráð Vestmannaeyja tekur undir með bæjarráði Fjarðabyggðar sem lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu loðnuleitar á Íslandsmiðum þar sem svo virðist að Hafrannsóknarstofnun muni einungis hafa eitt skip til að sinna því verkefni á þessu ári. Í ljósi þess hversu mikilvægur veiðistofn loðnan er í íslenskum sjávarútvegi þá er ástand þetta með öllu ólíðandi.

Bæjarráð Vestmannaeyja telur því í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi loðnuleit ljóst að bregðast þurfi hratt og örugglega við. Loðnan er einn okkar mikilvægasti nytjastofn og óvissu varðandi veiðar og nýtingu þarf að halda í lágmarki. Mikið liggur við fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar. Loðnubrestur tvö ár í röð yrði þungt högg fyrir samfélagið hér og þjóðarbúið í heild.

Bæjarráð Vestmannaeyja skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að tryggja nú þegar fjármagn til loðnuleitar og mælinga svo hægt sé að kanna með útgáfu veiðiheimilda. Bæjarráð óskar svara hvers vegna ráðherra tryggi ekki það fjármagn sem þarf til að fullnægjandi loðnuleit geti farið fram.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search