Bærinn höfnin

Bæjarráð fagnar því að allt stefni í stóra loðnuvertíð

Á bæjarráðsfundi síðasta þriðjudag fór Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri yfir þær jákvæðu fréttir að í lok síðustu viku hefði Hafrannsóknastofnun lagt til að hámarksafli loðnu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 yrði 904.200 tonn.

Tillaga stofnunarinnar um hámarksafla í loðnu hefur ekki verið hærri frá árinu 2003. Í hlut Íslands koma rúm 662 þúsund tonn sem er hátt í tíu sinnum meira en síðasta vetur þegar kvóti Íslendinga var um 70 þúsund tonn

Rúmlega 30% af loðnukvótanum á Íslandi er hjá útgerðum í Vestmannaeyjum. Þessi tillaga hefur því mikil áhrif á tekjur fyrirtækja og starfsfólks hjá uppsjávarútgerðum og tengdum greinum, sem og allt samfélagið í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð fagnar því að allt stefni í stóra loðnuvertíð. Vægi loðnuveiða er mikið fyrir samfélagið eins og fram kom í skýrslu um áhrif loðnubrests, sem unnin var fyrir Vestmannaeyjabæ árið 2020. Fyrir þjóðarbúið í heild sinni eru þetta afar jákvæðar fréttir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search