04.02.2020
Bæjarstjóri kynnti nýjan samning um dýpkun í Landeyjahöfn
Vegagerðin hefur samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun frá 15. febrúar og út mars. Samningurinn gildir þar til umsamin vordýpkun tekur við. Rohde Nielsen A/S mun nota dýpkunarskipið Trud R við dýpkun í Landeyjahöfn.
Bæjarráð fagnar enn einu skrefnu við að bæta dýpkun Landeyjahafnar
Í allan vetur hefur og verður dýpkunarskip til taks fyrir dýpkun hafnarinnar. Nú er búið að semja við dýpkunaraðila með öflugan tækjabúnað til að koma inní dýpkun hafnarinnar. Þetta er mikið framfaraskref.
Bæjarráð tekur undir nýlega yfirlýsingu ferðamálasamtaka Vestmannaeyja
Og lýsir einnig yfir ánægju sinni með yfirtöku á rekstri Herjólfs og þá þjónustuaukningu sem sú ákvörðun hefur leitt af sér, augljóst er að rekstur heimamanna á ferjunni hefur leitt af sér aukinn sveigjanleika og aukinn skilning á þjónustuþörfinni og telur eðlilegt að Vestmannaeyjabær hugi að viðræðum um áframhaldandi rekstur eftir að samningi lýkur. Að sama skapi er ánægjulegt hversu vel nýja ferjan hefur reynst í siglingum bæði til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar og að ferjan sé nú farin að keyra á raforku að hluta til. Nauðsynlegt er að fjölgun svefnrýma í nýju ferjunni verði lokið hið fyrsta.